Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttarar vinna í að koma Þóri í leikform
Lengjudeildin
Lék með Fram áður en hann skipti í Þrótt.
Lék með Fram áður en hann skipti í Þrótt.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framherjinn Þórir Guðjónsson fékk félagaskipti í Þrótt Reykjavík á gluggadeginum sjálfum í vor. Þórður hefur ekki verið í hóp í fyrstu fjórum umferðunum.

Sigurvin Ólafsson, Venni, sem er þjálfari Þróttar, var spurður út í Þórir eftir að skiptin gengu í gegn og tók þá fram að Þórður hefði ekkert æft um veturinn.

Eftir leikinn í gær var Venni aftur spurður út í Þóri. Má búast við því að sjá Þóri spila eitthvað fyrir Þrótt í sumar?

„Já, það má alveg reikna mögulega með því, hann svo sem æfði ekkert í vetur þannig við erum að koma honum í leikform," sagði Venni.

Þórir er 33 ára framherji sem leikið hefur með Fram undanfarin ár en rann út á samningi síðasta haust. Á síðasta tímabili skoraði hann eitt mark í átján leikjum með uppeldisfélaginu Fram. Á sínum ferli hefur hann leikið með Fram, Breiðabliki, Fjölni, Val og Leikni. Á sínum tíma lék hann níu unglingalandsleiki og skoraði eitt mark.

Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Útvarpsþátturinn - Þarfir toppliðanna, svekktir eftir landsliðsvalið og enskt uppgjör
Athugasemdir
banner
banner