Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 27. ágúst 2019 10:35
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll á leið í bann - Þrjú gul frá sama dómara
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær.

Rúnar var virkilega ósáttur eftir að mark var dæmt af Stjörnunni á furðulegan hátt en hér má sjá umrætt atvik.

„Jóhann fjórði dómari átti ekki sinn besta leik og ég er bara mjög heitur út í þá og fékk spjald þegar einhverjar 30 sekúndur voru eftir. Ég held að þetta sé fjórða spjaldið sem Jóhann gefur mér sem fjórði dómari, hann er greinilega eitthvað viðkvæmur," sagði Rúnar Páll eftir leikinn í gær.

Áhugavert er að Jóhann Ingi Jónsson hefur verið fjórði dómari í þremur af þeim fjórum leikjum í sumar sem Rúnar hefur fengið áminningu í.

Stjarnan er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar en Rúnar Páll er á leið í leikbann vegna uppsafnaðra áminninga og verður í stúkunni þegar Stjarnan tekur á móti FH á laugardagskvöld.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Rúnar Pál:
Rúnar Páll: Dómararnir gátu ekkert í dag - Allt í einu VAR upp í stúku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner