Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern reyndi að fá Calhanoglu síðasta sumar
Mynd: Getty Images
Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu staðfesti að FC Bayern hafi sýnt honum áhuga síðasta sumar.

Calhanoglu er lykilmaður í Ítalíumeistaraliði Inter og segist ekki hafa áhuga á að yfirgefa félagið.

„Bayern vildi fá mig síðasta sumar. Ég talaði við umboðsmanninn minn og sagði honum að leyfa Inter að ráða förinni. Ég elska þetta félag og ég vil ekki fara nema að félagið vilji selja mig," sagði Calhanoglu við CorSport.

„Það væri draumur fyrir mig að fá að ljúka ferlinum hérna hjá Inter."

Calhanoglu er 30 ára gamall og með tvö og hálft ár eftir af samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner