Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   fim 26. desember 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Liverpool og Leicester: Diaz og Szobozlai á bekknum
Darwin Nunez er í byrjunarliðinu
Darwin Nunez er í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Síðasti leikurinn á annan í jólum í úrvalsdeildinni hefst eftiir um það bil klukkutíma þar sem Liverpool fær Leicester í heimsókn.

Liverpool fór illa með Tottenham í síðustu umferð þar sen Dominik Szoboszlai og Luis Diaz áttu frábæran leik. Þeir eru hins vegar á bekknum í dag.

Curtis Jones og Darwin Nunez koma inn í liðið í þeirra stað.

Jamie Vardy er ekki í leikmannahópi Leicester en Patson Daka er í byrjunarliðinu í hans stað. Þá gerir Ruud van NIstelrooy markmannsbreytingu. Jakub Stolarczyk er í rammanum á kostnað Danny Ward.

Liverpool: Alisson, Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold, Robertson, Mac Allister, Jones, Gravenberch, Gakpo, Salah, Nunez.

Leicester: Stolarczyk, Justin, Coady, Vestergaard, Kristiansen, Winks, Soumare, El Khannouss, Mavididi, Ayew, Daka.


Athugasemdir
banner
banner
banner