Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. desember 2024 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Maður með sjálfstraust getur gert ýmislegt"
Mynd: EPA
Vitor Pereira, stjóri Wolves, byrjar virkilega vel með liðið en Wolves hefur unnið tvo fyrstu leikina undir hans stjórn.

Liðið vann Man Utd á Molineux í dag þar sem Matheus Cunha og Hwang Hee-Chan skoruðu mörkin. Liðið stökk upp úr fallsæti með þessum sigri en Pereira var spurður að því hvað hann væri að einbeita sér að fyrstu dagana.

„Sjálfstrausti. Maður með sjálfstraust getur gert ýmislegt. Það er vandamál ef þú trúir ekki á sjálfan þig því þá getur þú ekki sýnt þann kraft sem þú berð innra með þér. Mér finnst liðið vera ánægt, við höfum bætt okkur aðeins í taktískum atriðum. Liðið sýndi það og leikmennirnir eru með gæði," sagði Pereira.

Matheus Cunha hefur verið stórkostlegur fyrir Úlfana á þessari leiktíð.

„Hann er mjög mikilvægur. Hann er hágæða leikmaður. Við þurfum svoleiðis leikmeenn. Ég vona að hann geti hjálpað okkur í hverjum einasta leik. Hann eer góður drengur og er líka leiðtogi innan liðsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner