Manchester City 1 - 1 Everton
1-0 Bernardo Silva ('14 )
1-1 Iliman Ndiaye ('36 )
1-1 Erling Haaland ('53 , Misnotað víti)
1-0 Bernardo Silva ('14 )
1-1 Iliman Ndiaye ('36 )
1-1 Erling Haaland ('53 , Misnotað víti)
Englandsmeistarar Manchester City gerðu 1-1 jafntefli við Everton í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í dag, en það var markvörðurinn Jordan Pickford sem sá til þess að ná í þriðja stóra stigið á nokkrum dögum.
Man City hefur verið í miklu brasi á þessu tímabili og tapað níu af síðustu tólf leikjum í öllum keppnum.
Liðið hefur verið það allra besta á Englandi síðustu ár en nú er allt í steik. Bernardo Silva náði að koma heimamönnum í forystu á 14. mínútu er Jeremy Doku kom boltanum inn fyrir á Bernardo sem var í þröngu færi, en náði einhvern veginn að skófla boltanum í fjærhornið.
Bernardo fékk annað færi til að koma Man City í þægilega forystu eftir rúman hálftíma en setti boltann framhjá. Everton refsaði fyrir það því nokkrum mínútum síðar jafnaði Iliman Ndiaye með frábærri afgreiðslu úr teignum. City var í erfiðleikum með að hreinsa og var það Abdoualye Doucoure sem kom með fyrirgjöfina á fjær á Ndiaye sem setti boltann efst í hægra hornið.
Snemma í síðari hálfleik gat Man City komist aftur í forystu er Vitaliy Mykolenko tæklaði Savinho í teignum. Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland, sem hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum, fór á punktinn, en Jordan Pickford sá við fastri spyrnu hans.
Josko Gvardiol tókst að skalla frákastið aftur fyrir Haaland sem setti boltann í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu.
Everton komst nálægt því að skora sigurmarkið þegar átta mínútur voru eftir er skot Orel Mangala fór af varnarmanni og rétt framhjá markinu.
Lokatölur á Etihad, 1-1. Man City aðeins unnið einn af síðustu þrettán deildarleikjum og er liðið nú í 6. sæti með 28 stig, ellefu stigum frá toppnum. Everton var á meðan að ná í þriðja stóra jafnteflið í röð og er með 17 stig í 15. sæti.
Athugasemdir