Tyrkneska félagið Galatasaray hefur lagt fram formlegt tilboð í georgíska sóknarmanninn Georges Mikautadze en hann er á mála hjá Lyon í Frakklandi.
Mikautadze er 24 ára gamall leikmaður sem var markahæstur á Evrópumóti landsliða í sumar ásamt Harry Kane, Jamal Musiala, Cody Gakpo, Dani Olmo og Ivan Schranz.
Hann gekk í kjölfarið til liðs við Lyon í Frakklandi en ekki tekist að grípa byrjunarliðssæti þrátt fyrir að hafa skorað 7 mörk á tæpum 800 miínútum.
Georgíumaðurinn gæti verið á förum frá Lyon í janúarglugganum en Fabrizio Romano segir frá því að félagið hafi fengið 17 milljóna evra tilboð frá tyrkneska félaginu Galatasaray.
Það mun þó ekki duga til að sannfæra Lyon um að selja leikmanninn en talið er að Galatasaray sé að undirbúa sig undir það að missa nígeríska framherjann Victor Osimhen í glugganum.
Osimhen er á láni frá Napoli en hann hefur verið orðaður við Manchester United og fleiri stórlið í Evrópuboltanum.
Athugasemdir