Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðvarðalaus Postecoglou: Verðum að kaupa leikmenn í janúar
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham er staðráðinn í því að fá inn nýja varnarmenn í janúarglugganum þar sem mikil meiðslavandræði hafa herjað á varnarlínu liðsins.

Tottenham er búið að fá 10 mörk á sig í síðustu þremur leikjum en liðið er án Cristian Romero, Micky van de Ven, Ben Davies og Radu Dragusin sem stendur og því er enginn miðvörður eftir í leikmannahópi meistaraflokks.

Tottenham verður því án miðvarða þegar liðið tekur á móti Wolves á morgun.

„Þetta er mjög erfitt ástand. Við höfum verið í vandræðum allt haustið en núna hafa meiðslavandræðin náð nýjum hæðum. Við höfum verið án um það bil 10 leikmanna allt tímabilið. Ég hef aldrei upplifað slík meiðslavandræði," sagði Postecoglou í gær.

„Janúarglugginn er alltaf erfiður en við neyðumst til að styrkja hópinn svo við verðum að kaupa leikmenn. Það verður ekki auðvelt að finna rétta leikmenn en við erum að leggja mikla vinnu í það."

Miðjumaðurinn Yves Bissouma var notaður sem miðvörður undir lok leiksins í 1-0 tapi gegn Nottingham Forest í vikunni en hann hefur aldrei áður spilað sem miðvörður á ferlinum.

Tottenham er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 17 13 3 1 40 17 +23 42
2 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
3 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
4 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 18 6 8 4 27 26 +1 26
11 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
12 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 24 -3 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 29 40 -11 15
18 Leicester 18 3 5 10 22 40 -18 14
19 Ipswich Town 18 2 6 10 16 33 -17 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner