Viðskiptablaðið hefur tekið saman launatölur launahæstu fótboltamanna Íslands og komist að þeirri niðurstöðu að Jóhann Berg Guðmundsson fær langmest borgað fyrir sín störf.
Jói Berg leikur með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og fær rúmlega tvöfalt hærri laun heldur en næstlaunahæsti íslenski fótboltamaðurinn, Orri Steinn Óskarsson.
Hákon Arnar Haraldsson í liði Lille er svo þriðji launahæsti Íslendingurinn og fylgir Albert Guðmundsson honum fast á eftir og í fimmta sæti kemur Hákon Rafn Valdimarsson.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins þénar Jói Berg rétt tæpan milljarð króna á einu ári, en peningarnir eru skattfrjálsir í Sádi-Arabíu.
Orri Steinn er sagður þéna um helmingi minna heldur en Jóhann berg, eða 450 milljón krónur á ári, og koma Hákon Arnar og Albert í næstu sætum fyrir neðan með 350 milljónir á ári. Hákon Rafn þénar svo 300 milljónir árlega.
Veraldarvefurinn er ekki sammála þessum tölum Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að Albert virðist vera næstlaunahæsti Íslendingurinn eftir Jóa, og að Hákon og Orri séu á rúmlega helmingi lægri launum heldur en Albert.
Launahæstu fótboltamenn Íslands:
Jóhann Berg Guðmundsson Al-Orobah um 950 m. kr.
Orri Steinn Óskarsson Real Sociedad um 440 m. kr.
Hákon Arnar Haraldsson Lille um 350 m. kr.
Albert Guðmundsson Genoa (Fiorentina lán) 350 m. kr.
Hákon Rafn Valdimarsson Brentford um 300 m. kr.
Athugasemdir