Danski framherjinn Rasmus Höjlund er virkur á samfélagsmiðlum og er farinn að svara fyrir sig en hann fann sig knúinn til þess að senda einum notanda skilaboð vegna færslu þess síðarnefnda.
Höjlund hefur aðeins skorað tvö deildarmörk á þessu tímabili en raðað inn í Evrópudeildinni.
Hann hefur ekki verið að fá nægilega góða þjónustu frá samherjum sínum og mörkin ekki að skila sér.
Einn notandi á Instagram sagði að Manchester United hefði aldrei átt að kaupa Höjlund og að eina ástæðan fyrir því að hann væri hjá félaginu væri út af hann og Erik ten Hag, fyrrum stjóri félagsins, séu á mála hjá sömu umboðsskrifstofu.
Höjlund sendi notandum einkaskilaboð á Instagram og bað hann vinsamlegast um að skrifa ekki um eitthvað sem hann hefur ekki hundsvit á.
„Blessaður vinur. Mér finnst færslan sem þú skrifaðir svolítið pínleg. Þú átt rétt á þinni skoðun en hættu að tala um hluti sem þú hefur ekki hundsvit á. Fleira var það ekki,“ skrifaði Höjlund til notandans.
Stuðningsmenn hafa sagt á bæði Instagram og Twitter að Höjlund þurfi að hætta að veita 'tröllum' eins og þessum athygli og einbeita sér að því sem hann gerir á vellinum,
Manchester United á mikilvæga leiki framundan. Liðið mætir Newcastle United á mánudag áður en það spilar við erkifjendur sína í Liverpool og Arsenal.
My mate posted about Rasmus and got sent this ffs???? pic.twitter.com/klOo6LMReJ
— utd (@utd8iiii) December 28, 2024
Athugasemdir