Manchester United hefur tapað fjórum leikjum í röð í úrvalsdeildinni eftir tap gegn Wolves í dag.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, segir að það sé erfitt að þróa leik liðsins þar sem það er lítið sem ekkert æft þessa dagana vegna leikjaálags.
„Við verðum að bæta samböndin en við fengum nokkur augnablik. Það vantaði smá ákefð en við höfum ekkert æft. Við spilum bara og reynum að finna betri leiðir til að vinna leiki. Við vorum með tök á leiknum en vorum ekki alltaf með yfirhöndina. Rauða spjaldið gerði okkur mjög erfitt fyrir," sagði Amorim.
„Það er skref afturábak þegar við vinnum ekki. Markið var svipað og við fengum á okkur gegn Tottenham. Manni færri reyndum við og mér fannst við vera nálægt því að skora en svo skorar Wolves annað markið."
Amorim tjáði sig um fyrra mark Wolves sem Matheus Cunha skoraði beint úr hornspyrnu.
Í síðustu viku sá ég sama markið gegn Totteenham. Onana gat ekki komist í boltann því hann er með mann fyrir framan sig og aftan sig. Á því augnabliki er hann að stökkva, smá snerting í bakið getur breytt því hvernig þú sérð boltann," sagði Amorim.
Athugasemdir