Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo: Auðvitað er deildin í Sádi betri en sú franska
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo heldur því fram að sádi-arabíska deildin sé nú þegar orðin sterkari en sú franska og verði því að teljast ein af fimm bestu deildum í heimi.

Það er mikið af stjörnum úr fótboltaheiminum sem hafa ákveðið að spila í Sádi-Arabíu og hefur deildin styrkt sig gríðarlega mikið á skömmum tíma.

„Deildin í Sádi-Arabíu er auðvitað betri heldur en Ligue 1. Frakkland er bara með PSG, önnur lið þarna eru léleg," sagði Ronaldo, sem verður fertugur í febrúar og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum á tímabilinu.

„Það væri gaman að spila við evrópsk lið hér og sjá hvernig leikmönnum gengur að taka spretti í 40 stiga hita."

Ronaldo fór víðan völl í viðtali á Globe Soccer Awards í gær þar sem hann var valinn besti fótboltamaður Mið-Austurlandanna og fékk afhent verðlaun fyrir að vera 'mesti markaskorari fótboltasögunnar'. Hann var meðal annars spurður út í fyrrum félög sín Real Madrid og Manchester United.

„Fólk býst aldrei við að Real Madrid byrji tímabilið vel, þetta er lið sem spilar fyrir seinni hluta tímabilsins. Þeir byrjuðu ekki vel en eru núna búnir að taka framúr Barcelona.

„Ég elska Manchester United og ég óska félaginu alls hins besta. Vandamálin þar liggja ekki hjá þjálfaranum, þau liggja annars staðar. Þjálfarinn gerði frábæra hluti með félaginu mínu Sporting, ég er viss um að hann mun gera góða hluti ef hann fær tíma í Manchester."


En ætlar Ronaldo að gerast þjálfari eftir að fótboltaferlinum lýkur?

„Nei, en ég gæti orðið eigandi á einhverju félagi."

Ronaldo ræddi að lokum brasilíska kantmanninn Vinícius Júnior sem var valinn sem besti leikmaður ársins á Globe verðlaunaafhendingunni í gær.

„Vinicius átti að vinna Ballon d'Or, mér fannst það auðvelt val. Það var ósanngjarnt að hann hafi ekki unnið. Þess vegna er ég hrifinn af Globe Soccer Awards, þeir eru heiðarlegir."

   27.12.2024 18:30
Vinícius Júnior bestur: Stoltur að vera hér með Neymar og Ronaldo


Til gamans má geta að enginn hefur verið valinn bestur hjá Globe Soccer Awards oftar en Ronaldo, sem hefur verið bestur 6 sinnum.

Lionel Messi var aðeins valinn bestur árið 2015 en vann verðlaunin aldrei aftur.


Athugasemdir
banner
banner