Topplið Liverpool er með auga á Kenan Yildiz, leikmanni Juventus og tyrkneska landsliðsins. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport segir frá þessum fregnum.
Yildiz er 19 ára gamall vængmaður sem kom til Juventus frá Bayern München fyrir tveimur árum.
Tyrkinn hefur notið sín ágætlega í liði Juventus á tímabilinu og komið að níu mörkum í 24 leikjum.
Corriere dello Sport segir að Juventus sé opið fyrir þeirri hugmynd að selja Yildiz á næstunni, en hann væri falur fyrir 40 milljónir evra.
Samkvæmt miðlinum er Liverpool mjög áhugasamt um Yildiz sem á 17 A-landsleiki og 2 mörk fyrir tyrkneska landsliðið.
Athugasemdir