Arsenal 1 - 0 Ipswich
1-0 Kai Havertz ('23)
1-0 Kai Havertz ('23)
Arsenal tók á móti Ipswich í seinni leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og voru heimamenn sterkara liðið í fyrri hálfleik.
Ipswich Town fékk fyrstu hættulegu sókn leiksins eftir 20 sekúndur en átti svo ekki eftir að skapa hættu fyrr en í síðari hálfleik.
Í fyrri hálfleik héldu lærisveinar Mikel Arteta boltanum afar vel innan liðsins og skoraði Kai Havertz eftir góða sókn á 23. mínútu leiksins. Leandro Trossard átti lága sendingu fyrir markið þar sem Havertz var vel staðsettur og skoraði af stuttu færi.
Gabriel Jesus gerði mjög vel að setja boltann í netið en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu og var staðan 1-0 í leikhlé eftir yfirburði Arsenal.
Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri þar sem Arsenal sótti stíft en átti erfitt með að finna glufur á þéttri vörn gestanna.
Heimamenn komust nálægt því að tvöfalda forystuna en tókst það ekki og því voru gestirnir frá Ipswich alltaf með í leiknum, en þeim tókst þó ekki að skapa mikla hættu og urðu lokatölur 1-0. Ipswich kom sér í fínar stöður á lokamínútunum en skapaði sér ekki færi gegn sterkri vörn Arsenal.
Dýrmæt stig fyrir Arsenal sem klifrar yfir Chelsea og stekkur upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 36 stig eftir 18 umferðir - sex stigum eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Ipswich er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar, með 12 stig.
Athugasemdir