Jason Tindall, aðstoðarþjálfari Newcastle, var rekinn upp í stúku eftir átök í hálfleik á leik Newcastle og Aston Villa í gær.
Tindall tókst á við Unai Emery í fyrri hálfleiknum en lætin virtust hafa byrjað vegna pirrings hjá Villa mönnum eftir að Jhon Duran var rekinn af velli.
Tindall tókst á við Unai Emery í fyrri hálfleiknum en lætin virtust hafa byrjað vegna pirrings hjá Villa mönnum eftir að Jhon Duran var rekinn af velli.
„Svona byrjar alltaf án þess að það eigi að enda eins og það gerði. Það voru örugglega 17-18 manns að reyna róa menn niður svo það lítur út eins og fleiri eigi í hlut. Enginn vildi sjá þetta," sagði Howe.
„Ég vil alls ekki sjá leikmennina mína eða starfsliðið í svona átökum en stundum verðuru að standa fyrir því sem þú telur vera rétt og styðja hvorn annan. Ég er ekki 100 prósent viss um hvernig þetta byrjaði því þetta er allt í móðu. Ég var í miðjunni á þessu, ég held að þetta byrjaði frá þeim út af því sem gerðist í fyrri hálfleik.
Aðili í þjálfarateymi Emery var einnig rekinn upp í stúku.
„Ég sá helling en ég veit ekki alveg í smáatriðum hvers vegna hann var rekinn upp í stúku. Það þarf að útskýra það fyrri mér því þú hefðir getað rekið 10-15 manns upp í stúku," sagði Howe að lokum.
Athugasemdir