Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 13:05
Elvar Geir Magnússon
Vestri ræður inn framkvæmdastjóra fyrir fótboltann
Vestri er með metnaðarfull markmið.
Vestri er með metnaðarfull markmið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri frá Ísafirði hefur ráðið Ívar Pétursson í nýja stöðu og er hann framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar.

Ívar lék upp alla yngri flokka félagsins ásamt meistaraflokki en hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Vestra frá árinu 2010. Hann var í þjálfarateymi hjá Guðjóni Þórðarsyni og Jörundi Áka Sveinssyni en hefur síðustu ár verið gjaldkeri í stjórn meistaraflokks karla.

Ívar sem er 38 ára kemur frá Arion Banka þar sem hann hefur undanfarin fimm ár starfað sem þjónustustjóri á Viðskiptabankasviði. Áður starfaði hann sem deildarstjóri hjá Símanum í ellefu ár þar sem hann sá um rekstur verslana Símans.

„Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna, Ívar þekkir vel til íþróttalífs og knattspyrnudeildar Vestra sem á eftir að nýtast vel í þróun félagsins næstu ár. Knattspyrnudeild Vestra er með metnaðarfull markmið og er þessi ráðning liður í því," segir í tilkynningu Vestra.

Vestri var nýliði á liðnu tímabili í Bestu deild karla og náði að halda sæti sínu. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi félagsins og fyrir vestan er vinna í gangi að byggja upp lið fyrir annað tímabil í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner