Jamie O'Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham, væri til í að sjá Marco Silva, núverandi stjóra Fulham, taka við Spurs.
Ange Postecoglou stýrir núna Tottenham en O'Hara er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð að undanförnu.
Ange Postecoglou stýrir núna Tottenham en O'Hara er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð að undanförnu.
Tottenham tekur á móti Wolves á sunnudag en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex úrvalsdeildarleikjum sínum. Liðið er komið niður í ellefta sæti og pressan eykst á Postecoglou.
„Við höfum tapað níu leikjum í deildinni á þessu tímabili. Aðeins Southampton, Leicester og Wolves hafa tapað fleiri leikjum. Níu leikir!" sagði O'Hara pirraður.
„Það er sársaukafullt að horfa á Tottenham. Í hvert sinn sem við förum fram á við, þá erum við spennandi. En varnarleikurinn er hörmulegur."
„Ef þú heldur áfram að vera þrjóskur, þá missirðu starfið. Þú getur ekki verið í ellefta sæti."
„Ég er búinn að hugsa út í það að við eigum að sækja Marco Silva frá Fulham. Hann er öflugur og þeir eru með strúktúr í liðinu sínu," sagði fyrrum miðjumaðurinn.
„Ég veit ekki hvort að Ange geti haldið áfram svona. Þú getur ekki verið stjóri Tottenham og tapað níu leikjum af 18, þú getur ekki komist upp með það."
Athugasemdir