Sara Björk Gunnarsdóttir er lykilleikmaður í liði Al-Qadisiya í efstu deild í Sádi-Arabíu.
Hún skoraði tvennu í skemmtilegu jafntefli gegn stórveldi Al-Ahli er liðin mættust í dag.
Lokatölur urðu 3-3 þar sem Sara Björk tryggði sínu liði stig með frábærri frammistöðu.
Al-Qadisiya er í fjórða sæti deildarinnar, með 15 stig eftir 9 umferðir. Al-Ahli er í öðru sæti með 22 stig.
Athugasemdir