Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk með tvennu í sex marka jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er lykilleikmaður í liði Al-Qadisiya í efstu deild í Sádi-Arabíu.

Hún skoraði tvennu í skemmtilegu jafntefli gegn stórveldi Al-Ahli er liðin mættust í dag.

Lokatölur urðu 3-3 þar sem Sara Björk tryggði sínu liði stig með frábærri frammistöðu.

Al-Qadisiya er í fjórða sæti deildarinnar, með 15 stig eftir 9 umferðir. Al-Ahli er í öðru sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner