Fabian Hürzeler þjálfari Brighton var svekktur eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Brentford í gærkvöldi.
Brighton skapaði mikið af færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og var seinni hálfleikurinn talsvert jafnari.
„Við verðum að læra að nýta færin okkar betur, það er mjög sárt að gera enn eitt jafnteflið," sagði Hürzeler að leikslokum en þetta var fjórði jafnteflisleikurinn í síðustu sex hjá Brighton.
„Við vorum talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik en nýttum ekki færin. Við sköpuðum alls ekki nægilega mikið í seinni hálfleik og við þurfum að vinna í því. Það er samt margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik og það er mikilvægt að við höldum okkur jákvæðum á erfiðum kafla.
„Fótbolti er ekki alltaf sanngjörn íþrótt og í dag áttum við skilið að fá meira en eitt stig. Ég er ánægður með hvernig leikmennirnir spiluðu en við verðum að gera enn betur ef við ætlum að sigra í næsta leik."
Brighton er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 18 umferðir - aðeins þremur stigum frá Evrópusæti.
„Þetta er mjög svekkjandi tilfinning að gera jafntefli í leik þar sem við erum sterkari aðilinn en við getum bara kennt sjálfum okkur um þetta ef við nýtum færin okkar ekki betur. Við verðum að læra að sigra þessa leiki, þetta er sama tilfinning og við höfum fundið síðustu fimm eða sex leiki.
„Úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi og það er mjög mikilvægt að leggja allt í sölurnar í hverjum leik. Við verðum að finna leiðir til að sigra þessa jöfnu leiki sem við höfum verið að tapa og gera jafntefli í upp á síðkastið. Við verðum að halda í jákvætt hugarfar."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 17 | 13 | 3 | 1 | 40 | 17 | +23 | 42 |
2 | Arsenal | 18 | 10 | 6 | 2 | 35 | 16 | +19 | 36 |
3 | Chelsea | 18 | 10 | 5 | 3 | 38 | 21 | +17 | 35 |
4 | Nott. Forest | 18 | 10 | 4 | 4 | 24 | 19 | +5 | 34 |
5 | Newcastle | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 21 | +9 | 29 |
6 | Bournemouth | 18 | 8 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 29 |
7 | Man City | 18 | 8 | 4 | 6 | 30 | 26 | +4 | 28 |
8 | Fulham | 18 | 7 | 7 | 4 | 26 | 23 | +3 | 28 |
9 | Aston Villa | 18 | 8 | 4 | 6 | 26 | 29 | -3 | 28 |
10 | Brighton | 18 | 6 | 8 | 4 | 27 | 26 | +1 | 26 |
11 | Brentford | 18 | 7 | 3 | 8 | 32 | 32 | 0 | 24 |
12 | Tottenham | 18 | 7 | 2 | 9 | 39 | 26 | +13 | 23 |
13 | West Ham | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 30 | -7 | 23 |
14 | Man Utd | 18 | 6 | 4 | 8 | 21 | 24 | -3 | 22 |
15 | Everton | 17 | 3 | 8 | 6 | 15 | 22 | -7 | 17 |
16 | Crystal Palace | 18 | 3 | 8 | 7 | 18 | 26 | -8 | 17 |
17 | Wolves | 18 | 4 | 3 | 11 | 29 | 40 | -11 | 15 |
18 | Leicester | 18 | 3 | 5 | 10 | 22 | 40 | -18 | 14 |
19 | Ipswich Town | 18 | 2 | 6 | 10 | 16 | 33 | -17 | 12 |
20 | Southampton | 18 | 1 | 3 | 14 | 11 | 37 | -26 | 6 |
Athugasemdir