Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fös 27. desember 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pelach rekinn frá Stoke (Staðfest)
Union Berlin rekur Bo Svensson - Fatih Terim ráðinn til Al-Shabab
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Stoke City er búið að reka Narcis Pelach úr stöðu aðalþjálfara meistaraflokks eftir aðeins 19 leiki við stjórnvölinn.

Pelach tók við Stoke 18. september eftir að Steven Schumacher var rekinn en tókst aðeins að sigra þrjá deildarleiki við stjórnvölinn hjá félaginu. Liðið er ekki búið að sigra í deildinni síðan 6. nóvember og situr í 19. sæti Championship deildarinnar, sem er talið algjörlega óviðunandi þar á bæ.

„Narcis er hæfileikaríkur þjálfari sem er gríðarlega efnilegur. Hann leggur ótrúlega mikla vinnu inn og ég hef engar efasemdir um að honum muni ganga vel í framtíðinni. Hann passar því miður ekki við Stoke City á þessum tímapunkti, úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og því þurfum við að gera breytingar," sagði Jon Walters yfirmaður íþróttamála hjá Stoke, sem er einnig fyrrum sóknarmaður liðsins.

Annars er það að frétta í þjálfaramálum um Evrópu að danski þjálfarinn Bo Svensson hefur verið rekinn úr þjálfarastarfi Union Berlin í efstu deild þýska boltans á meðan Fatih Terim hefur verið ráðinn til Al-Shabab í Sádi-Arabíu.

Terim, fyrrum þjálfari tyrkneska landsliðsins, AC Milan og Galatasaray meðal annars, tekur við starfinu hjá Al-Shabab af Vitor Pereira sem var ráðinn til Wolves á dögunum.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 23 14 6 3 43 15 +28 48
2 Sheffield Utd 23 15 5 3 32 13 +19 48
3 Burnley 23 13 8 2 30 9 +21 47
4 Sunderland 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Blackburn 22 11 5 6 27 20 +7 38
6 Watford 22 11 4 7 32 29 +3 37
7 Middlesbrough 23 10 6 7 41 31 +10 36
8 West Brom 23 8 11 4 27 18 +9 35
9 Sheff Wed 23 9 6 8 31 33 -2 33
10 Swansea 23 8 6 9 27 24 +3 30
11 Bristol City 23 7 9 7 27 28 -1 30
12 Norwich 23 7 8 8 39 35 +4 29
13 Millwall 22 7 7 8 22 20 +2 28
14 Derby County 23 7 6 10 29 29 0 27
15 Coventry 23 7 6 10 32 34 -2 27
16 Preston NE 23 5 11 7 23 29 -6 26
17 QPR 23 5 10 8 23 31 -8 25
18 Luton 23 7 4 12 25 39 -14 25
19 Stoke City 23 5 7 11 23 32 -9 22
20 Oxford United 22 5 6 11 24 39 -15 21
21 Portsmouth 21 4 8 9 26 37 -11 20
22 Hull City 23 4 7 12 21 32 -11 19
23 Cardiff City 22 4 6 12 21 37 -16 18
24 Plymouth 22 4 6 12 22 49 -27 18
Athugasemdir
banner
banner
banner