Norski framherjinn Erling Braut Haaland er að fara í gegnum erfiðan kafla eins og allir liðsfélagar hans en hann var rétt í þessu að klúðra vítaspyrnu gegn Everton.
Haaland hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum með Man City og hefur hann sjálfur talað um að hann sé ósáttur við eigið form.
Eins og hann hefur verið duglegur við að skora síðustu tvö ár er það alveg bersýnilegt að hann er að glíma við einhver vandamál þegar það kemur að sjálfstrausti.
Norðmaðurinn fékk gullið tækifæri til að koma Man City í 2-1 snemma í síðari hálfleik gegn Everton er heimamenn fengu vítaspyrnu en Jordan PIckford sá við honum.
Vítaspyrnan var nokkuð föst meðfram grasinu en Pickford giskaði á rétt horn og varði vel. Annað vítaklúður Haaland á tímabilinu, en hann klikkaði einnig á vítaspyrnu í Meistaradeildinni í síðasta mánuði.
Pickford er þá í öðru sæti yfir flestar vítaspyrnuvörslur síðan hann samdi við Everton fyrir sjö árum. Hann hefur varið sjö víti en Lukasz Fabianski er efstur með tíu vörslur.
Sjáðu vörslu Pickford
Athugasemdir