Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Rooney eftir 4-0 tap: Ég er enn rétti maðurinn
Það gengur bölvanlega hjá Rooney.
Það gengur bölvanlega hjá Rooney.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segir að hann sé enn með þá tilfinningu að hann sé rétti maðurinn tl að stýra Plymouth Argyle.

Liðið er í neðsta sæti Championship-deildarinnar og tapaði í gær 4-0 fyrir lærisveinum Frank Lampard í Coventry. Þetta var fimmti leikurinn þar sem Plymouth hefur fengið fjögur mörk eða meira á sig í útileik á tímabilinu.

Plymouth hefur aðeins tekið tvö stig úr tólf síðustu leikjum; skorað þrjú mörk og fengið á sig 33. Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth en var ónotaður varamaður í gær.

Eftir leikinn var Rooney spurður hvort hann væri rétti maðurinn til að stýra liðinu?

„Ég tel að ég sé það. Ég veit hvernig fótboltaheimurinn virkar, ég er ekki heimskur. Það þarf að ná í úrslit. Það sem er mest pirrandi í mínum huga er að við erum eins og sitthvort liðið á heimavelli og útivöllum. Er þetta sálfræðilegt vandamál? Það er eitthvað sem þarf að skoða," svaraði Rooney.

„Ég er viss um að það er vafi í huga stuðningsmönnum. Þeir eru með spurningar og ég mun gera mitt besta til að svara þeim. Ég þarf að sjá til þess að við fáum réttu leikmennina inn í janúarglugganum. Ég þarf að halda í þá trú að við komumst út úr þessari stöðu."

Þó Plymouth sé í neðsta sæti þá eru bara tvö stig upp úr fallsæti og liðið á fallbaráttuslag gegn Oxford United á sunnudag.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 23 14 6 3 43 15 +28 48
2 Sheffield Utd 23 15 5 3 32 13 +19 48
3 Burnley 23 13 8 2 30 9 +21 47
4 Sunderland 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Blackburn 22 11 5 6 27 20 +7 38
6 Watford 22 11 4 7 32 29 +3 37
7 Middlesbrough 23 10 6 7 41 31 +10 36
8 West Brom 23 8 11 4 27 18 +9 35
9 Sheff Wed 23 9 6 8 31 33 -2 33
10 Swansea 23 8 6 9 27 24 +3 30
11 Bristol City 23 7 9 7 27 28 -1 30
12 Norwich 23 7 8 8 39 35 +4 29
13 Millwall 22 7 7 8 22 20 +2 28
14 Derby County 23 7 6 10 29 29 0 27
15 Coventry 23 7 6 10 32 34 -2 27
16 Preston NE 23 5 11 7 23 29 -6 26
17 QPR 23 5 10 8 23 31 -8 25
18 Luton 23 7 4 12 25 39 -14 25
19 Stoke City 23 5 7 11 23 32 -9 22
20 Oxford United 22 5 6 11 24 39 -15 21
21 Portsmouth 21 4 8 9 26 37 -11 20
22 Hull City 23 4 7 12 21 32 -11 19
23 Cardiff City 22 4 6 12 21 37 -16 18
24 Plymouth 22 4 6 12 22 49 -27 18
Athugasemdir
banner
banner
banner