Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, lenti í því að fá slæmt höfuðhögg gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Hann lenti í samstuði við Nathan Wood, varnarmann Southampton, og fékk í kjölfarið um átta mínútna aðhlynningu.
Hann lenti í samstuði við Nathan Wood, varnarmann Southampton, og fékk í kjölfarið um átta mínútna aðhlynningu.
Fabianski yfirgaf völlinn í kjölfarið en eftir leikinn sagði Julen Lopetegui, stjóri West Ham, að markvörðurinn væri með meðvitund og væri að tala við fólkið í kringum sig.
„Hann fékk stórt höfuðhögg og fékk högg í kringum hálsinn líka," sagði Lopetegui.
„Sem betur fer er hann með meðvitund og er talandi. Læknarnir segja að honum líði betur. Við vorum mjög áhyggjufull en fengum sem betur fer góðar fréttir."
Athugasemdir