Harry Maguire, varnarmaður Man Utd, vorkennir Ruben Amorim, stjóra liðsins. United tapaði þriðja leik sínum í röð í gær þegar liðið tapaði gegn Wolves.
Amorim tók við liðinu um miðjan nóvember en liðið hefur lítið getað æft í desember vegna leikjaálags.
„Þetta er mjög erfitt fyrir stjórann og hans starfslið að koma inn því það er ekki eins og hann komi inn með svipaðan stíl og gamli stjórinn, kröfurnar hans eru öfugt við kröfurnar frá gamla stjóranum," sagði Maguire.
„Þetta er örugglega erfitt fyrir þá því þeir vita hvað þeir vilja vinna með liðið á æfingasvæðinu til að bæta hluti eins og varnarleik og föst leikatriðið. Þetta hefur verið erfiður mánuður en við viljum ekki nota það sem afsökun. Þetta félag ætlast til að vinna og núna erum við ekki að því."
Athugasemdir