Ungverski vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez er sagður hafa meiri áhuga á því að fara til Manchester United en Liverpool. Anfield Sector greinir frá.
Kerkez hefur verið framúrskarandi með Bournemouth síðan hann kom til félagsins frá AZ Alkmaar í Hollandi á síðasta ári.
Bakvörðurinn er einn af bestu bakvörðum deildarinnar og er ekki langt í að hann taki stökkið í stærra félag.
Fabrizio Romano segir að Liverpool og Manchester United hafi bæði áhuga, en bendir þó á að United sé komið lengra í ferlinu.
Þá kemur fram á Anfield Sector að Kerkez myndi heldur vilja fara til Manchester United en Liverpool. Þannig er mál með vexti að fjölskylda Kerkez deilir sterkri tengingu við United og er það helsta ástæða þess að hann myndi frekar fara þangað en til Liverpool.
Man Utd er í dauðaleit að nýjum vinstri bakverði en sú staða hefur verið eitt stærsta vandamálið í vörninni. Luke Shaw og Tyrell Malacia hafa verið að glíma við langtímameiðsli og hefur Diogo Dalot ekki þótt neitt sérstaklega góður í afleysingum.
Athugasemdir