Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efstur á óskalista Arsenal fyrir janúargluggann
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: Getty Images
Arsenal er sagt ætla að reyna við Matheus Cunha, framherja Wolves, þegar janúarglugginn gengur í garð.

Samkvæmt Telegraph er Cunha efstur á óskalista Arsenal fyrir janúargluggann.

Þessi 25 ára gamli Braasilíumaður hefur verið bjartasta ljósið í frekar slöku liði Úlfana. Hann hefur skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði beint úr hornspyrnu í gær þegar Úlfarnir unnu heimasigur á Man Utd. Hann átti þar frábæran leik.

Það er hins vegar talið ólíklegt að Wolves sé tilbúnir að hleypa honum í burtu í janúar þar sem félagið er að berjast við að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner