Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er alvarlega að íhuga að fá brasilíska framherjann Vitor Roque, sem hefur verið að gera gott mót með Real Betis, í janúarglugganum.
Roque er 19 ára gamall sóknarmaður sem er á láni hjá Betis frá Barcelona.
Hann gekk í raðir Barcelona síðustu jól en fékk ekki mörg tækifæri til að spreyta sig í seinni hlutanum undir stjórn Xavi og ákvað því að fara á lán í leit að meiri spiltíma.
Brasilíumaðurinn er með sex mörk í 23 leikjum með Betis á tímabilinu og samkvæmt Relevo er Tottenham farið að fylgjast náið með kappanum.
Spænski miðillinnSportsegir þá að félagið hafi lagt fram formlega fyrirspurn til Barcelona varðandi Roque, en enska félagið þyrfti að ræða við bæði Barcelona og Betis til að ná samkomulagi.
Lánssamningurinn gildir út tímabilið og á Betis möguleika á að framlengja hann til 2026.
Betis er með kaupákvæði í samningnum sem gerir félaginu kleift að kaupa 80 prósent hlut í Roque fyrir 25 milljónir evra, en Barcelona myndi halda hinum 20 prósentunum.
Athugasemdir