Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 1-0 sigur Arsenal gegn Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
William Saliba var besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn og fengu flestir liðsfélagar hans í liði heimamanna 7 fyrir sinn þátt.
Í liði Ipswich voru fimm leikmenn sem fengu 7 í einkunn þrátt fyrir að hafa tapað án þess að skapa sér góð færi.
Sky gaf leikmönnum þó ekki einkunnir eftir markalaust jafntefli Brighton gegn Brentford og eru þær einkunnir því fengnar af vefsíðu FotMob.
Þar fékk Hákon Rafn Valdimarsson 7 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum eftir að hafa komið inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken.
Bart Verbruggen markvörður Brighton fær hæstu einkunn allra á vefsíðu FotMob, eða 8.3 sem námundast niður í 8.
Arsenal: Raya (7), Timber (7), Saliba (8), Gabriel (7), Lewis-Skelly (7), Rice (7), Havertz (7), Odegaard (7), Martinelli (6), Trossard (7), Jesus (6).
Varamenn: Merino (6), Partey (6).
Ipswich: Muric (7), Johnson (6), O'Shea (7), Woolfenden (7), Greaves (7), Davis (7), Phillips (6), Cajuste (6), Hutchinson (6), Szmodics (6), Delap (6).
Varamenn: J Clarke (6), Taylor (6), Broadhead (6), Ali Al-Hamadi (6)
Brighton: Verbruggen (8), Veltman (7), Van Hecke (7), Dunk (7), Estupinan (7), Baleba (7), O'Riley (7), Gruda (7), Enciso (6), Mitoma (7), Joao Pedro (6)
Varamenn: Rutter (6), Minteh (6), Adingra (6), Ayari (5)
Brentford: Flekken (7), Roerslev (7), Collins (7), Mee (6), Lewis-Potter (6), Norgaard (6), Janelt (7), Mbeumo (6), Damsgaard (7), Schade (6), Wissa (6)
Varamenn: Valdimarsson (7), Yarmolyuk (7), Kim (6)
Athugasemdir