Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir að mörg félög séu að skoða Antony
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður brasilíska leikmannsins Antony segir að mörg félög hafi áhuga á því að fá hann í janúarglugganum.

Þessi 24 ára gamli vængmaður er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra Man Utd, og er talað um að hann gæti farið frá félaginu í næsta mánuði.

Kaupin á Antony hafa verið mikil vonbrigði en hann var keyptur fyrir rúmar 80 milljónir punda frá Ajax fyrir tveimur árum og hefur lítið sýnt sem réttlætir þann verðmiða.

Möguleiki er á því að Antony verði lánaður eða seldur í glugganum sem opnar í janúar, en umboðsmaðurinn viðurkennir þó að United hafi ekki rætt þann möguleika við hann.

„Já, mörg félög hafa haft samband varðandi það að fá Antony í janúar. Þessi félög vilja skilja stöðu Antony, þannig ég get staðfest að er mikill áhugi á honum,“ sagði Junior Pedroso, umboðsmaður Antony, við GiveMeSport.

„Manchester United hefur samt ekkert talað um að það vilji selja eða lána Antony. Við höfum ekki fengið þau skilaboð, alla vega ekki til þessa.“

„Framtíð Antony veltur allt á Man Utd. Ef félagið telur það vera góða hugmynd að lána hann í janúar þannig hann geti fengið fleiri mínútur og komið sjálfstraustinu í lag þá munum við vinna saman varðandi þann möguleika, en þessa stundina er Antony að leggja hart að sér að komast aftur í liðið og sýna sínar bestu hliðar undir stjórn nýja stjórans, Ruben Amorim,“
sagði Pedroso í lokin.

Antony hefur aðeins spilað 50 mínútur í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en eina mark hans á tímabilinu kom í 7-0 stórsigri á Barnsley í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner