Ruben Amorim, stjóri Man Utd, gagnrýndi Bruno Fernandes og Marcus Rashford eftir tap liðsins gegn Wolves í kvöld.
Fernandes fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks en þá var staðan markalaus.
„Hann getur ekki komist í boltann. Hann er að reyna en sumir hefðu ekki einu sinni horft á boltann. Ég vil ekki einbeita mér að því, það jákvæða er að við vorum nálægt markinu, jafnvel þótt við vorum tíu," sagði Amorim um Fernandes.
Rashford var ekki í leikmannahópi liðsins í fjórða leiknum í röð en Amorim hefur ekki verið ánægður með enska sóknarmanninn.
„Það er alltaf sama ástæðan. Við verðum að vera sömu fagmennirnir hvort sem við vinnum eða töpum. Ég mun halda áfram með sömu hugmyndir allt til loka," sagði Amorim.
„Ef hann er ekki hérna þá getur þú rétt ímyndað þér," sagði Amorim.
Athugasemdir