Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli líklega á förum frá Genoa - Gæti farið til Mexíkó
Mynd: Getty Images
Ítalski gleðigjafinn Mario Balotelli er líklega á förum frá Genoa um áramótin en hann er sagður vera með tilboð frá mexíkóska félaginu Cruz Azul.

Balotelli, sem er 34 ára gamall, samdi við Genoa í lok október og gerði þá samning út tímabilið.

Í samningnum er klásúla um riftun sem báðir aðilar geta nýtt.

Ítalinn hefur verið í aukahlutverki hjá Genoa og aðeins spilað 56 mínútur en Andrea Pinamonti er aðalframherji liðsins sem stendur og ekki útlit fyrir að það verði breyting á því.

Framherjarnir Caleb Ekuban og Jeff Ekhator eru þá að stíga upp úr meiðslum sem gerir það að verkum að samkeppnin er orðin meira og óvíst hvort Balotelli hafi þolinmæði í það.

Samkvæmt Gazzetta dello Sport er Balotelli með tilboð frá Cruz Azul í Mexíkó en hann myndi þéna 2 milljónir evra í árslaun, sem er töluvert hærri upphæð en hann þénar hjá Genoa.

Sky á Ítalíu segir að Balotelli og Genoa munu taka ákvörðun á næstu dögum en það eru meiri líkur en minni á að hann yfirgefi félagið um áramótin.
Athugasemdir
banner
banner