Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 15:17
Elvar Geir Magnússon
Hrósar hugarfari þremenninganna
Trent, Salah og Van Dijk.
Trent, Salah og Van Dijk.
Mynd: Getty Images
Slot og Trent Alexander-Arnold.
Slot og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, hrósar hugarfari og fagmennsku þremenninganna sem verða samningslausir eftir tímabilið. Um er að ræða þá Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold en þeir mega ræða við erlend félög frá og með 1. janúar.

„Ég ræði ekki um samningastöður leikmanna hér og er ekki að fara að tilkynna það sjálfur á fréttamannafundi ef einn af þeim hefur framlengt. En endilega haldið áfram að spyrja, það er starf ykkar. Þið fáið samt engin svör frá mér," sagði Slot á fréttamannafundi.

„Þeir eru í stöðugum samræðum við félagið , bíðum og sjáum hvað gerist. Svo lengi sem þeir spila svona vel þá er þjálfarinn þeirra ánægður."

Slot segir að leikmennirnir eigi hrós skilið fyrir frammistöðu sína og að láta vangaveltur um framtíðina ekkert trufla sig. Liverpool hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu og Van Dijk fékk sérstakt hrós eftir sigurinn gegn Leicester í gær.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og hefur verið það fyrir Liverpool í svo mörg ár. Hann hefur rosaleg áhrif í leikjum en líka á æfingasvæðinu. Hann er leiðtogi sem lætur í sér heyra og leiðir með fordæmi."

Liverpool heimsækir West Ham 17:15 á sunnudag en þar verður Dominik Szoboszlai. Varnarmennirnir Ibrahima Konate og Conor Bradley eru á meiðslalistanum og verða ekki klárir. Þeir gætu spilað gegn Manchester United þann 5. janúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 17 13 3 1 40 17 +23 42
2 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
3 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
4 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 18 6 8 4 27 26 +1 26
11 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
12 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 24 -3 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 29 40 -11 15
18 Leicester 18 3 5 10 22 40 -18 14
19 Ipswich Town 18 2 6 10 16 33 -17 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner