Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Brasilískt félag reynir við Almiron
Mynd: EPA
Brasilíska félagið Botafogo hefur mikinn áhuga á því að landa paragvæska landsliðsmanninum Miguel Almiron frá Newcastle United.

Almiron er þrítugur sóknarsinnaður leikmaður sem hefur ekki átt fast sæti í liði Newcastle á þessu tímabili.

Á tímabilinu hefur hann aðeins komið við sögu í sjö leikjum og flestir sem varamaður.

Miðlar í Suður-Ameríku halda því fram að hann vilji fara frá félaginu í janúar og er áhugasamur um að snúa aftur í suður-ameríska boltann, en samkvæmt Globo hefur Botafogo sett sig í samband við Newcastle varðandi kaup á Almiron.

Besta tímabil Almiron í treyju Newcastle var tímabilið 2022-2023, en á því tímabili tókst honum að skora í sex leikjum í röð í deildinni og valinn leikmaður mánaðarins í október. Alls skoraði hann ellefu deildarmörk það tímabilið og hjálpaði Newcastle að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner