Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Coote ætlar ekki að áfrýja
Mynd: Getty Images
Enski dómarinn David Coote mun ekki áfrýja ákvörðun enska fótboltasambandsins um að reka hann úr starfi en þetta herma heimildir BBC.

Coote, sem er 42 ára gamall, var rekinn eftir að enska dómarsambandið hafði gert ítarlega rannsókn á hegðun dómarans.

Allt byrjaði þetta á myndbandi sem var dreif á samfélagsmiðlum þar sem hann talaði illa um Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, en í kjölfarið birtustu fleiri myndbönd af honum þar sem hann sést sjúga hvítt duft í nefið á Evrópumóti landsliða í Þýskalandi í sumar.

Dómarasambandið setti hann í bann á meðan það rannsakaði hegðun hans og komst það síðan að niðurstöðu um að reka hann úr starfi.

Samkvæmt BBC mun Coote ekki áfrýja niðurstöðu dómarasambandsins.

Sambandið heldur áfram að veita Coote stuðning og kemur fram að því sé annt um velferð dómarans.

Coote er enn til rannsóknar hjá UEFA og enska fótboltasambandinu og má gera ráð fyrir niðurstöðu í máli hans á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner