Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal og Frenkie elska Barca
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stjörnuumboðsmaðurinn Jorge Mendes sér um mál spænska táningsins Lamine Yamal og var spurður út í framtíð hans í dag.

Þar staðfesti Mendes þá orðróma sem hafa verið í gangi í spænskum fjölmiðlum um að Yamal er að skrifa undir nýjan samning við Barcelona.

„Ég er viss um að Lamine Yamal mun skrifa undir nýjan samning hjá Barca. Hann verður að vera áfram hjá Barca. Ég get ekki sagt hvenær það gerist, en það mun klárlega gerast," segir Mendes.

„Hann átti magnað ár 2024 og var að mínu viti besti leikmaður heims með Spáni og Barcelona."

Ali Dursun, umboðsmaður hollenska miðjumannsins Frenkie de Jong, var einnig spurður út í sinn skjólstæðing.

„Orðrómarnir sem segja Frenkie vera á leið til Sádi-Arabíu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þessir orðrómar trufla Frenkie frá því að ná sínu markmiði: að skína hjá Barcelona, félaginu sem hann elskar.

„Hver veit nema að leiðir Barca og Frenkie liggi saman í langan tíma."


De Jong á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Barca en er notaður sem varamaður undir stjórn Hansi Flick.
Athugasemdir
banner
banner