Cagliari 0 - 3 Inter
0-1 Alessandro Bastoni ('53 )
0-2 Lautaro Martinez ('71 )
0-3 Hakan Calhanoglu ('78 , víti)
0-1 Alessandro Bastoni ('53 )
0-2 Lautaro Martinez ('71 )
0-3 Hakan Calhanoglu ('78 , víti)
Ítalíumeistarar Inter heimsóttu fallbaráttulið Cagliari í efstu deild ítalska boltans í dag og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleik.
Inter var sterkari aðilinn og sýndi Cagliari flottar rispur en hvorugu liði tókst að skora.
Inter skipti um gír í síðari hálfleik og stjórnaði gangi mála frá upphafi til enda. Varnarmaðurinn öflugi Alessandro Bastoni tók forystuna fyrir Inter með mögnuðum skalla eftir góða fyrirgjöf frá Nicoló Barella sem kom í kjölfar aukaspyrnu.
Lautaro Martínez tvöfaldaði svo forystuna eftir aðra fyrirgjöf frá Barella sem kom í kjölfar hornspyrnu í þetta skiptið.
Á 78. mínútu gerði Hakan Calhanoglu endanlega út um viðureignina með marki úr vítaspyrnu og urðu lokatölur 0-3 fyrir Inter.
Inter fer á topp deildarinnar með þessum sigri þar sem liðið er jafnt Atalanta á stigum, með 40 stig eftir 17 umferðir. Napoli er í þriðja sæti með 38 stig.
Athugasemdir