Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 17:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe elskar Isak - „Myndi ekki skipta honum út fyrir neinn"
Mynd: EPA
Alexander Isak hefur verið stórkostlegur í undanförnum leikjum hjá Newcastle en hann hefur skorað sjö mörk í síðustu sex leikjum.

Hann hefur skorað ellefu mörk í 16 leikjum í deildinni í ár en hann skoraði eitt mark í 3-0 sigri liðsins gegn Aston Villa í dag.

„Ég elska Alexander Isak, hann er með ótrúleg gæði. Hann er á réttum aldri, rétta líkamsbyggingu, ég keypti hann og elska hann. Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn," sagði Eddie Howe stjóri Newcastle eftir leikinn.

„Ég mun horfa aftur á leikinn og sjá hvar hann getur bætt sig. Við förumtil Manchester United á mánudaginn með alvöru gæði og sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner