Erling Braut Haaland var slakasti maður vallarins er ófarir Manchester City héldu áfram í 1-1 jafnteflinu gegn Everton á Etihad í dag. Daily Mail heldur utan um einkunnir úr leiknum.
Haaland klúðraði vítaspyrnu og náði aldrei að skapa sér eitthvað af viti úr opnu spili.
Hann fær 5 í einkunn sem var sú lægsta í leiknum á meðan Jordan Pickford var bestur með 8.
Man City: Ortega (6), Lewis (6,5), Akanji (5,5), Ake (6,5), Gvardiol (6), Kovacic (6), Bernardo (6), Savinho (5), Foden (7), Doku (5,5), Haaland (5).
Varamenn:
Everton: Pickford (8), Coleman (7,5), Tarkowski (7,5), Branthwaite (7), Mykolenko (5), Harrison (6), Mangala (6,5), Gueye (6,5), Doucoure (7), Ndiaye (7,5), Calvert-Lewin (6,5).
Varamenn: Broja (6).
Athugasemdir