Grindavík staðfesti komu Kristófers Mána Pálssonar til félagsins í dag en hann kemur frá Breiðabliki.
Kristófer er 19 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá Blikum, en hann hefur æft og spilað með Grindvíkingum síðustu vikur og staðið sig vel.
Hann spilaði upp alla yngri flokka hjá Blikum en hefur ekki enn spilað í deild- eða bikar.
Kristófer á ekki langt að sækja fótboltahæfileika sína en hann er sonur Páls Einarssonar, sem spilaði með Fylki og Þrótti R.
„Ég er mjög glaður að fá Kristófer til liðs við okkur. Þetta er efnilegur knattspyrnumaður sem er með gott auga fyrir spili, les leikinn vel og er mjög yfirvegaður á boltanum. Hann er með frábært viðhorf og ég hlakka til að vinna með Kristófer á næstu árum hjá Grindavík,“ sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, við undirskrift.
Grindavík hafnaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir