Kólumbíski framherjinn Jhon Durán var rekinn af velli í leik Newcastle og Aston Villa á St. James' Park en dómurinn þótti fremur strangur þegar endursýning er skoðuð.
Durán fór í einvígi við Fabian Schär varnarmann Newcastle með þeim afleiðingum að báðir misstu jafnvægið og féllu í grasið.
Þegar Durán missti jafnvægið steig hann á afturendann á Schär og fékk að líta rauða spjaldið fyrir það. Duran brjálaðist yfir þeirri ákvörðun.
Af endursýningu að dæma virðist rauða spjaldið harður dómur en hann stígur fyrsti í vinstri fótinn sem leit út fyrir að vera mjög óstöðugur og setti í kjölfarið hægri fótinn á Schär. Aðeins Duran veit hvort þetta hafi verið óviljaverk eða ekki en af myndum að dæma leit þetta út fyrir að hafa verið óvart.
Anthony Taylor, dómari leiksins, stóð við ákvörðun sína og er Villa nú manni færri og marki undir þegar flautað hefur verið til hálfleiks.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir