Manchester City er í svakalegri lægð en liðið gerði jafntefli gegn Everton í dag.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Erling Haaland fékk tækifæri til að koma liðinu yfir snemma í seinni hálfleik en Jordan Pickford varði vítaspyrnu frá honum.
Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu liðsins heilt yfir.
„Lífið er ekki auðvelt, íþróttir eru ekki auðveldar. Það er allt í lagi þegar þetta gerist," sagði Guardiola.
„Það var enn nóg eftir og við fengum tækifæri eftir þetta. Við sköpuðum færi, það var magnað hvað þeir hlupu mikið og börðust. Í sumum leikjum var það ekki gott en við spiluðum vel í dag."
Athugasemdir