Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe: Enginn hjá Real Madrid mun sjá eftir að hafa fengið mig
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, sóknarmaður Real Madrid á Spáni, segir að félagið eigi ekki eftir að sjá eftir því að hafa fengið hann frá Paris Saint-Germain í sumar.

Sögunni endalausu um Mbappe og Real Madrid lauk í sumar þegar hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu.

Draumur hans frá blautu barnsbeini var að spila fyrir Madrídinga og var það aðeins tímaspursmál hvenær hann myndi fara til Spánar.

Eftirvæntingin var mikil og eðlilega. Hann var orðinn hluti af ofurstjörnuliði en byrjunin var vonbrigði og voru félagaskiptin gagnrýnd.

Talaði franski blaðamaðurinn Romain Molina um að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi verið sá eini hjá félaginu sem vildi fá Mbappe.

Það hefur tekið Mbappe nokkra mánuði að finna sig á Spáni en góðir hlutir gerast hægt. Hann hefur nú komið að átján mörkum í 24 leikjum og er hann sjálfur viss um hann eigi eftir að ná árangri hjá félaginu.

„Enginn hjá Real Madrid mun sjá eftir því að hafa fengið mig. Ég vil vinna titla á næsta ári, það er markmiðið,“ sagði Mbappe við MARCA.
Athugasemdir
banner
banner