Manchester United er að skoða þann möguleika að fá nígeríska framherjann Victor Osimhen í janúarglugganum ef Marcus Rashford yfirgefur félagið.
Marcus Rashford var óvænt ekki í leikmannahópi United í nágrannaslagnum gegn Manchester City fyrr í þessum mánuði og ekki komist í hópinn síðan.
Leikmaðurinn mætti í viðtali og talaði þar um að hann væri tilbúinn í að skoða það að fara annað.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, hefur ekki útilokað endurkomu Rashford í liðið og er hann reiðubúinn að gefa honum annað tækifæri, en hvort Englendingurinn sé opinn fyrir því verður að koma í ljós.
Sky Sports segir að ef Rashford ákveður að yfirgefa United í janúar þá muni Man Utd reyna að fá Victor Osimhen.
Osimhen er á láni hjá Galatasaray frá Napoli. Undir venjulegum kringumstæðum væri Osimhen að spila hjá stórliði í Evrópu, en græðgi þeirra sem sjá um mál hans gerði það að verkum að ekkert félag gat fengið hann.
Chelsea, Paris Saint-Germain og Al-Ahli voru öll í baráttunni, en launakröfur hans voru óraunhæfar. Hann átti ekki afturkvæmt í lið Napoli og var því eina í stöðunni fyrir hann að fara til Galatasaray þar sem hann hefur verið að raða inn mörkum.
Man Utd hefur átt nokkur samtöl með umboðsmönnum Osimhen varðandi kaup og kjör, en erfiðast verður að eiga við Napoli sem vill að minnsta kosti 62 milljónir punda fyrir framherjann.
Athugasemdir