Antonio Silva, varnarmaður Benfica, hefur verið orðaður við Juventus en hann hefur mikinn áhuga á því að fara til Ítalíu.
Silva er aðeins 21 árs gamall en hann hefur verið lykilmaður hjá Benfica síðan hann lék sinn fyrsta leiik árið 2022.
Jorge Mendes, umboðsmaður portúgalska miðvarðarins, segir að Juventus hafi mikinn áhuga á honum.
„Juventus vill fá Antonio og hann vill fara til Juventus. Hann er mikilvægur leikmaður með frábær gæði og er undir smásjá stærstu liða heims. Ákvörðunin liggur hjá Benfica, sjáum til, við verðum að bíða eftir þeirra kalli," sagði Mendes.
Athugasemdir