Juventus er búið að setja fyrirliðann sinn Danilo á sölulista og vonast stórveldið til að selja hann í janúar.
Danilo er 33 ára gamall og rennur út á samningi næsta sumar. Hann mun þá geta yfirgefið Juve á frjálsri sölu.
Juve er reiðubúið til að selja hann mjög ódýrt í janúar til að losna fyrr við hann af launaskrá.
Danilo er fjölhæfur varnarmaður frá Brasilíu sem lék fyrir Manchester City áður en hann skipti til Juve.
Hann á 65 landsleiki að baki fyrir þjóð sína og hefur leikið 213 leiki á fimm og hálfu ári hjá Juventus.
Athugasemdir