Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eða svo segir enski bakvörðurinn Ola Aina, sem er á mála hjá Nottingham Forest.
Aina var gestur í hlaðvarpsþættinum Filthy Fellas og var þar beðinn um að nefna besta leikmann deildarinnar.
Margir stórkostlegir leikmenn spila í ensku úrvalsdeildinni en Aina var viss þegar hann nefndi Saka sem þann besta.
„Hann (Rodri) lætur Man City tikka og það sjá allir. Hann hefur unnið Ballon d'Or og allt það, en ef ég ætti að velja besta leikmann deildarinnar þá er það leikmaður sem mætir í hvern einasta leik. Það er Saka,“ sagði Aina.
Þáttastjórnendur voru hissa á að hann hafi ekki valið Mohamed Salah, leikmann Liverpool, en hann hefur verið einn stöðugasti leikmaður deildarinnar og raðar inn mörkum og stoðsendingum á hverju tímabili.
„Já, Mo Salah er þarna líka, alveg klárlega, en Saka er eini leikmaðurinn sem tók mig úr leik á Emirates. Ég viðurkenni alveg að Salah gerir sitt, en verum hreinskilnir hérna. Saka skorar og að gera klikkaða hluti.“
„Ég spilaði á móti honum á síðasta tímabili því ég var í vinstri bakverði og það var virkilega erfitt að eiga við hann. Ég er ekki bara að segja þetta af því ég þekki hann,“ sagði Aina um val sitt.
Athugasemdir