Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Amorim ekki í hættu á að missa starf sitt
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, talaði um það eftir tap gegn Wolves í gær að í því starfi sem hann væri í, þá mætti honum aldrei líða of þægilega.

Amorim tók fyrir Man Utd í síðasta mánuði en árangurinn hefur verið afar slakur eftir að hann tók við. Eftir tap gegn Úlfunum í gær, þá er United í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Henry Winter, einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, segir hins vegar að Amorim þurfi ekki að óttast það að missa starf sitt. Ekki alveg strax.

„Auðvitað er Rúben Amorim undir pressu. Allir elítuþjálfarar, og hann er á þeim stað, setja pressu á sjálfa sig til að ná árangri," segir Winter.

„En hvað sem hann segir, þá er hann ekki í hættu á að missa starf sitt. Man Utd veit það að félagið var að ráða hæfileikaríkan þjálfara sem þarf tíma til að breyta kúltúrnum innan liðsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner