ÍA er búið að bæta tveimur leikmönnum við meistaraflokk kvenna hjá sér fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni.
Lára Ósk Albertsdóttir er flutt á Akranes eftir að hafa leikið með uppeldisfélagi sínu Vestra á síðustu leiktíð, en hún á einnig leiki að baki með Fram, Fjölni og HK.
Lára Ósk er afar fjölhæfur leikmaður, fædd 2001, sem spilaði 17 leiki og skoraði 3 mörk með Vestra í 2. deildinni.
Ísabel Jasmín Almarsdóttir er einnig gengin til liðs við ÍA eftir að hafa spilað fyrir Keflavík og uppeldisfélag sitt Grindavík allan ferilinn.
Ísabel býr yfir mikilli reynslu úr tveimur efstu deildum íslenska boltans þar sem hún á 65 leiki að baki í Bestu deildinni og 44 í Lengjudeildinni.
Ísabel leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og getur einnig leyst stöðu miðvarðar af hólmi.
Athugasemdir