Newcastle United hefur skráð sig í baráttuna um enska varnarmanninn Fikayo Tomori sem er á mála hjá AC Milan á Ítalíu.
Tomori er 27 ára gamall miðvörður sem hefur spilað með Milan frá 2021.
Hann var valinn í lið ársins á fyrsta tímabili sínu með Milan er liðið varð deildarmeistari.
Englendingurinn var byrjunarliðsmaður hjá Milan í byrjun leiktíðar en hefur aðeins spilað níu mínútur í síðustu níu deildarleikjum og segir Gazzetta dello Sport nú að hann gæti verið á förum.
Newcastle United hefur skráð sig í baráttuna um Tomori en Juventus, Napoli og West Ham eru einnig með í kapphlaupinu.
Þessi fyrrum varnarmaður Chelsea er sagður falur fyrir um það bil 20 milljónir punda, sem ætti að vera vel viðráðanlegt verð fyrir Newcastle.
Athugasemdir