Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi en Manchester United kemur mikið við sögu að þessu sinni.
Juventus hefur hafnað tækifærinu á að fá Marcus Rashford (27) frá Manchester United, en hefur hins vegar mikinn áhuga á Joshua Zirkzee (23), samherja enska landsliðsmannsins. (Sun)
Manchester City gæti ákveðið að virkja 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Martin Zubimendi (25), leikmanns Real Sociedad og spænska landsliðsinsins. (Football Insider)
Man City, Liverpool, Real Madrid og Paris Saint-Germain eru öll að íhuga hvort þau eigi að leggja fram tilboð í Jamal Musiala (21), leikmann Bayern München, í janúar. Hann er metinn á 150 milljónir punda. (Caught Offside)
Þá eru Man City, Man Utd og Arsenal meðal þeirra félaga sem fylgjast náið með stöðu Dani Olmo (26), leikmanni Barcelona, en framtíð hans er í óvissu. (Times)
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, vonast til að geta fengið Randal Kolo Muani (26) frá PSG í janúar, en hann mun fá samkeppni við Chelsea, Tottenham og Arsenal. (Teamtalk)
Wolves mun ekki hlusta á tilboð í brasilíska sóknarmanninn Matheus Cunha (25) í janúar, Arsenal og Man Utd eru bæði áhugasöm um leikmanninn. (Mirror)
Arsenal mun líklegast fá sóknarmann í janúar vegna meiðsla Bukayo Saka (23). Viktor Gyökeres (26), framherji Sporting, er áfram orðaður við félagið. (Sun)
Liverpool hefur áhuga á franska framherjanum Marcus Thuram (27) sem er á mála hjá Inter á Ítalíu en hann er með 70,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningnum. (Calciomercato)
Juventus er að skoða möguleikann á því að kaupa Fikayo Tomori (27), varnarmann AC Milan. Hann er metinn á 20 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)
Brentford, Nottingham Forest og West Ham ætla öll að reyna að fá James McAtee (22), leikmann Manchester City í janúarglugganum, en það er einnig áhugi frá Bayer Leverksuen og Fiorentina. (Telegraph)
Dominic Calvert-Lewin (27), framherji Everton og enska landsliðsins, gæti gert samkomulag við Fiorentina um að ganga í raðir félagsins í sumar, en Newcastle og West Ham eru einnig sögð áhugasöm. (Teamtalk)
Liverpool er reiðubúið að selja Caoimhin Kelleher (26), markvörð félagsins, fyrir rétt verð í sumar. Newcastle fylgist einnig með stöðu leikmannsins. (Teamtalk)
Wilfried Zaha (32), sóknarmaður Galatasaray og Fílabeinsstrandarinnar, sem er á láni hjá Lyon, er mögulegt skotmark hjá félögum í MLS-deildinni. (Daily Mail)
Miguel Almiron mun yfirgefa Newcastle í janúar en félög í ensku úrvalsdeildinni, MLS og Sádi-Arabíu hafa áhuga á þessum 30 ára gamla landsliðsmanni Paragvæ. (Football Insider)
Man Utd er að skoða Senne Lammens (22), markvörð Antwerp og belgíska landsliðsins. (Telegraph)
Lammens gæti kostað United allt að 20 milljónir punda, en Ruben Amorim, stjóri Man Utd, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu kamerúnska markvarðarins André Onana (28). (Sun)
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen (32) og sænski landsliðsmaðurinn Victor Lindelöf (30) gætu báðir yfirgefið Manchester United í janúar. (GiveMeSport)
Nottingham Forest er að ganga frá framlengingu á samningi Chris Wood (33). (Football Insider)
Leganes, sem leikur í La Liga, vill senda Sebastien Haller (30) aftur til Borussia Dortmund, en hann kom til félagsins á láni í sumar. (Marca)
Athugasemdir